spot_img
HomeFréttirBárður: Blackstock hentaði ekki

Bárður: Blackstock hentaði ekki

18:05

{mosimage}

 

 

 

ÍR-ingar létu á dögunum Bandaríkjamanninn Rodney Blackstock taka hatt sinn og staf og halda heimleiðis en hann var ekki talinn henta liðinu fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni. Bárður Eyþórsson, þjálfari ÍR, sagði í samtali við Karfan.is að leit stæði nú yfir af öðrum Bandaríkjamanni til að fylla skarð Blackstock.

 

,,Málin eru í skoðun en ég veit ekki hvort það verði kominn leikmaður í stað Blackstock fyrir fyrstu umferð í deildinni,” sagði Bárður. Aðspurður hvort ÍR myndi taka Evrópumann í sínar raðir í vetur átti Bárður ekki von á því heldur einungis hafa einn erlendan leikmann í liðinu.

 

Undirbúningur ÍR-inga gengur ágætlega samkvæmt Bárði þrátt fyrir nokkur áföll á undirbúningstímabilinu. ,,Menn hafa verið að stríða við meiðsli í undirbúningnum, Hreggviður missti af 4 vikum á undirbúningstímabilinu er hann meiddist á kálfa og svo brákaðist hann aðeins á vinstri hönd. Þá var Fannar Helgason greindur með brjósklos en þeir eru báðir komnir á ról aftur og hafa verið að æfa að undanförnu,” sagði Bárður.

 

Miklar vonir eru bundnar við störf Bárðar í Breiðholtinu en hann var ráðinn þjálfari ÍR-inga fyrir þessa leiktíð eftir góðan árangur með Snæfell síðustu ár.

Fréttir
- Auglýsing -