spot_img
HomeFréttirBarcelona stal sigri – Jón Arnór með 6 stig í tapi gegn...

Barcelona stal sigri – Jón Arnór með 6 stig í tapi gegn Caja Laboral

Granada lið Jón Arnórs Stefánssonar tapaði með minnsta mögulega mun gegn stórliði Caja Laboral þegar liðin áttust við í dag. Lokatölur leiksins voru 70-69 heimamönnum frá Vitoria í vil. Jón Arnór var með sex stig, eitt frákast og eina stoðsendingu á þeim 19 mínútum sem hann lék. Hjá Caja Laboral var með Tiago Splitter með 24 stig.
Fjöldi annarra leikja fór fram um helgina í spænsku úrvalsdeildinni en topplið Barcelona slapp með skrekkinn gegn liði Manresa en þeir þurftu framlengingu til að knýja fram sigur. Manresa var yfir mest allan leikinn en Barcelona var þó aldrei skammt undan. Manresa komst í 73-71 þegar nokkrar sekúndur voru eftir þegar Román Montanez tætti vörn Börsunga. Gestirnir fóru í sókn og þristur Pete Mickael fór yfir hringinn og þar greip Roger Grimau boltann og sleppti honum rétt áður en tíminn kláraðist og jafnaði leikinn. Í framlengingunni voru Barcelonamenn heppnir að ná sigri en klaufagangur á lokasekúndum leiksins hjá Manresa hjálpaði gestunum að klára leikinn.
 
Juan Carlos Navarro var stigahæstur hjá Barcelona með 25 stig og ungstirnið Ricky Rubio gat ekkert í leiknum en hann skoraði ekki stig, tók ekkert frákast og átti aðeins eina stoðsendingu. Hjá Manresa var Roman Montanez með 19 stig.
 
Önnur úrslit helgarinnar:
Real Madrid-Estudiantes 101-77
Meridiano Alicante-Cajasol 62-63
Murcia-Valencia 92-96
Unicaja Malaga-Gran Canaria 86-66
Lagun Aro-Joventut Badalona 78-70
 
Á morgun klárast 28. umferðin með tveimur leikjum:
Bizkaia Bilbao-Xacobeo Blu
Ayuda Acción Fuenlabrada-Valladolid
 
Mynd: Jón Arnór í leiknum í dag gegn Caja Laboral
 
 
Fréttir
- Auglýsing -