spot_img
HomeFréttirBarcelona Spánarmeistari: Fóru taplausir í gegnum úrslitakeppnina

Barcelona Spánarmeistari: Fóru taplausir í gegnum úrslitakeppnina

 
Barcelona varð í kvöld Spánarmeistari í körfuknattleik eftir 3-0 sigur á Bilbao í ACB deildinni á Spáni. Barcelona sópaði alla andstæðinga sína, fyrst Unicaja 2-0 í 8-liða úrslitum, svo Caja Laboral 3-0 í undanúrslitum og svo Bilbao 3-0 í úrslitum. Barcelona og Bilbao áttust við í sínum þriðja leik í kvöld sem Börsungar unnu 64-55. Juan Carlos Navarro var valinn besti maður úrslitakeppninnar í annað sinn á ferlinum.
Þetta er annað tímabilið í röð sem Barcelona vinnur allar þrjár keppnirnar á Spáni, Super Cup, League Cup og ACB meistaratitilinn. Navarro var stigahæstur Börsunga í leiknum í kvöld með 16 stig og 4 stoðsendingar og Alan Anderson bætti við 10 stigum. Hjá Bilbao var Alex Mumbrú með 14 stig og 6 fráköst.
 
 
Mynd/ Meistarar Barcelona
 
Fréttir
- Auglýsing -