Þá er ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitaeinvíginu um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik. Evrópumeistarar Barcelona varpa stórum skugga í Evrópu þessi misserin og verða með heimavallarréttinn í seríunni gegn Caja Laboral.
Á leið sinni í úrslit áttust við Barcelona og Unicaja þar sem Barca sópaði Unicaja 3-0 út í sumarið. Oddaleik þurfti til að skera úr um hvort Caja Laboral eða Real Madrid myndu mæta Barca í úrslitum þar sem Caja hafði betur á endanum, 3-2.
Fyrsti leikur í úrslitaseríunni er fimmtudaginn 10. júní en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Spánarmeistari.
Ljósmynd/ Ricky Rubio og félagar í Barca þykja sigurstranglegri enda ríkjandi Evrópumeistarar og hafa vart stigið feilspor á þessu tímabili enda búnir að sópa tvö fyrstu einvígin sín í úrslitakeppninni á Spáni.



