spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBarcelona of stór biti fyrir Tryggva og Zaragoza

Barcelona of stór biti fyrir Tryggva og Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza töpuðu í kvöld fyrir Barcelona í spænsku ACB deildinni, 85-97. Eftir leikinn er Zaragoza í 15. sæti deildarinnar með 2 sigra og 9 töp í fyrstu 11 leikjunum.

Atkvæðamestur fyrir Barcelona í leiknum var Corey Higgins með 17 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Zaragoza var það Dylan Ennis sem dróg vagninn með 26 stigum og 3 fráköstum.

Tryggvi Snær lék tæpar 13 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -