spot_img
HomeFréttirBarcelona-Lakers á Sky Sports í kvöld

Barcelona-Lakers á Sky Sports í kvöld

 
Eins og allir vita hefst Iceland-Express deild karla í kvöld. Fyrir körfuboltaþyrsta sem ekki komast á völlinn er þó einkar athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 19:30, þegar NBA-meistarar Los Angeles Lakers mæta Evrópumeisturum FC Barcelona í Katalóníu. 
Það er ekki á hverjum degi sem slík "gourmet"viðureign fer fram og því mælum við eindregið með því að þeir sem sjá sér ekki fært að mæta í DHL-höllina, Sláturhúsið í Keflavík eða Ísjakann kíki á þennan stórleik. Leikurinn hefst eins og áður segir 19:30 og er sýndur á Sky Sport.
 
Elías Karl
Fréttir
- Auglýsing -