20:37
{mosimage}
Ersan Ilyasova tók 18 fráköst fyrir Barcelona í kvöld
Barcelona komst í úrslitaeinvígið á Spáni í kvöld þegar liðið sigraði Joventut í örðum leik liðanna, 85-71 og leiðir þar með 2-0 en sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Barcelona leiddi allan leikinn, 45-40 í hálfleik og í upphafi seinni hálfleiks tóks Joventutmönnum að minnka muninn enn meira en svo setti Barcelonavélin í gang og stakk af.
Bandaríkjamaðurinn Alex Acker var stigahæstur heimamanna með 20 stig en Jaka Lakovic skoraði 17 og þá tók Ersan Ilyasova tók 18 fráköst auk þess að skora 15 stig. Fyrir gestina skoraði Eduardo Hdez-Sonseca 13 stig og Jerome Moiso skoraði 11 en Barcelonamönnum tókst að halda Rudy Fernandez í 9 stigum.
Á morgun taka Unicaja Malaga menn móti Tau Ceramica í öðrum leik liðanna og sigri Tau mæta þeir Barcelona í úrslitum.
Mynd: www.fcbarcelona.com