spot_img
HomeFréttirBarcelona eina taplausa liðið í Euroleague

Barcelona eina taplausa liðið í Euroleague

 
Regal Barcelona er eina taplausa liðið í Euroleague eftir sex umferðir í riðlakeppnunum. Barcelona leikur í A-riðli og má búast við að þeirra helsti keppinautur í riðlinum verði ítalska liðið Montepaschi Siena sem unnið hefur fimm leiki og tapað einum.
Barcelona mætti í síðustu umferð Fenerbache Ulker og hafði þar stórsigur 89-55 á heimavelli. Þeir Jaka Lakovic og Fran Vazques voru stigahæstir í liði Barca með 14 stig hvor en spænska undrið, Ricky Rubio, komst ekki á blað í stigaskorinu þrátt fyrir að hafa leikið rúmar 17 mínútur í leiknum. Hjá Fenerbache Ulker var Lynn Greer stigahæstur með 13 stig.
 
Eins og fyrr segir er Barcelona á toppnum í A-riðli með fullt hús stiga. Í B-riðli er Unicaja með fimm sigra og einn tapleik, Maccabi Electra leiðir C-riðili einnig með 5 sigra og einn tapleik og þá eru Real Madrid og Panathinaikos jöfn í efsta sæti D-riðils með fimm sigra og einn tapleik.
 
Matt Walsh leikmaður Union Olimpija hefur farið vel af stað í Euroleague í vetur en hann er stigahæstur eftir sex umferðir með 22 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/Euroleague: Matt Walsh hefur byrjað vel í Euroleague en Barcelona eru á toppi A-riðils með fullt hús stiga.
 
Fréttir
- Auglýsing -