spot_img
HomeFréttirBarcelona ætlar sér stóra hluti

Barcelona ætlar sér stóra hluti

16:00

{mosimage}

Barcelonamenn ætla sér greinilega stóra hluti næsta vetur en nýlega var greint frá því að þeir hafi fengið Juan Carlos Navarro heim frá Memphis Grizzlies og nú hafa þeir samið við David Andersen. Andersen sem mun leika á Ólympíuleikunum með Ástralíu hefur leikið undanfarin ár með CSKA Moskvu.

Andersen er 28 ára gamall og fæddur í Ástralíu en á ættir sínar að rekja til Danmerkur og er því einnig með danskt ríkisfang. Hann hóf atvinnumannaferilinn með Wollongogn Hawks í Ástralíu en fór þaðan til Ítalíu þar sem hann lék með Kinder Bologna og Montepaschi Siena áður en hann fór til CSKA Moskva árið 2004. Hann hefur þrisvar unnið Meistaradeildina með með Bologna og CSKA. Þá var hann valinn í NBA valinu 2002 af Atlanta en hefur aldrei leikið með þeim.

[email protected]

Mynd: www.davidandersen.com.au

Fréttir
- Auglýsing -