19:35
{mosimage}
Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar í 4. sæti með 14 stig og Snæfell í 5-6. sæti með 10 stig jafnt og Skallagrímur. Til að eiga von um að halda í við toppana þyrfti Snæfell að sigra. Siggi Þorvaldsson meiddist í síðasta leik en var mættur til leiks í dag sem og Jón Ólafur sem hefur verið frá vegna meiðsla á öxl síðan í október. Dómarar leiksins í dag voru Einar Þór Skarphéðinsson og Jón Guðmundsson og leikurinn í beinni á RÚV.
Leikurinn byrjaði af krafti og einbeitingu og áttu Snæfellingar á kafla 5 sóknarfráköst í röð og að sama skapi hittu ekkert. Njarðvíkingar voru skipulagðir í aðgerðum sínum og hittu vel sérstaklega áttu Snæfellingar erfitt með Brenton sem eins og fyrri daga fór fyrir sínum mönnum. Snæfellingar gáfust þó ekki upp og fóru að smellhitta með 3ja stiga körfum frá Justin, Anders, Magna og Sigga og komust í 23 -20. Brenton var að hitta vel hérna líka og var með 11 í þessum hluta staðan 25-25 og allt að gerast.
Leikurinn var í jafnvægi og dómararnir að ná tökum á hraða leiksins en varla samt og áttu þeir ekki alveg besta daginn í sínu starfi. Innkoma Árna Ásgeirsson hjá Snæfell vakti eftirtekt fyrir gífurlega baráttu strax í byrjun 2. leikhluta. Leikurinn harðnaði varnarlega og voru Snæfellingar að vinna vel, nýta sitt og náðu 9-0 kafla sem Njarðvíkingar minnkuðu fljótt. Anders Katholm var kominn með 3 villur snemma og Snæfellingar börðust vel í sterkum Njarðvíkingum og náðu að halda sínu og var Hlynur kominn með 10 fráköst, var kominn aftur eftir rólegan dag á móti Þór í síðasta leik. Staðan í leikhlé í þessum stórskemmtilega leik 39-33 fyrir heimamenn í Snæfell.
{mosimage}
Eins og fyrr var leikurinn prúðmannlega leikinn og menn nokkuð varkárir. En Snæfellingar héldu áfram að stríða Njarðvík og leiða leikinn og hart var barist en lítið markvert í 3ja hluta hvernig leikurinn spilaðist og litlar breytingar á taktík liðanna, vel róterað báðum megin og varnarvinna framar öðru. Staðan 54-46 og Snæfellingar halda áfram að leiða leikinn.
Brenton var vel haldið niðri af Árna Ásgeirs á kafla og var hann lítið sem ekkert í stigaskori seinnihlutann á meðan Damon Bailey var að setjann frekar. Örla fór á einstaka villuvandræðum þegar um 3 mín voru eftir hjá Hlyn Bærings, Anders Katholm, Herði Axel og Damon Bailey sem voru allir með 4. Snæfellingar voru að vinna boltann eftri mistök Njarðvíkinga sem fannst orðið erfitt að elta og fóru í stífa pressu til að rétta sinn hlut. 71-62 var staðan þegar mínuta var eftir. Leikurinn var ansi harður í lokin og gátu Njarvíkingar alveg stolið sigrinum og ætluðu sér það en Snæfell fór ekki á taugum og með öguðum leik og mikilli baráttu tóku þeir tvö stigin úr þessum leik sem var ekki gefið gegn sterkum Njarðvíkingum. Lokastaðan 74-67.
{mosimage}
Damon var með 23 stig Hörður Axel 18 stig (15 í seinni hálfleik) og voru þeir tveir sem eitthvað bar á ásamt Sverri sem er sterkur varnarlega á meðan ekkert kom út úr Friðrik Stefáns, Agli Jónasyni og Jóhanni Ólafssyni sem var heldur óvanalegt frá þessum sterku leikmönnum. Brenton Birmingham var með 15 stig en var haldið vel niðri í seinni hálfleik enda leikmaður sem getur tekið sig til og klárað leiki.
Justin var stigahæstur Snæfells með 17 stig, Hlynur 13 stig og 11 fráköst barðist mjög vel í vörninni og var fyrirliðinn öðrum Snæfellsmönnum hvatning eins og Árna Ásgeirs sem er baráttuglaður ungur maður. Magni var með 13 stig og 10 fráköst og er gríðarlegur styrkur að fá hann heim. Subasic 12 stig og Siggi 11. Til loka þessu má segja að þetta hafi verið sigur liðheildarinnar og greinilegt eftir tvo sigra í röð núna að menn eru að binda sig saman og gera þetta sannfærandi og af yfirvegun.
{mosimage}
Gangur leiksins: 2-2, 2-5, 5-8, 11-15, 22-25, 25-25, 28-25, 34-25, 39-33, 41-34, 49-40, 52-46, 54-46, 56-48, 62-56, 74-67.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Texti og myndir: Símon B Hjaltalín



