13:46
{mosimage}
(Finnski landsliðsmaðurinn Roni Leimu á ferðinni í Hveragerði í gærkvöldi)
Skallagrímur gerði góða ferð í Hveragerði í gærkvöldi og hafði nauman 80-85 sigur á Hamri. Pétur M. Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir Skallagrím og setti niður 24 stig í leiknum þar sem hann skoraði úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Eftir sigurinn í gær eru Skallagrímsmenn með 14 stig í 5. sæti deildarinnar en Hamar er í 11. sæti með 6 stig.
Leikurinn byrjaði af krafti og voru bæði lið staðráðin í að vinna þennan leik. Hjá Hamri byrjuðu Marvin, Nicholas, Svavar, Bojan og Lalli, en Pálmi, Fall, Hafþór, Pétur og Flake byrjuðu í liði gestanna. Bæði lið voru að spila ágætan sóknarbolta í fyrsta leikhluta, en vörnin var ekki jafn sterk. Þó opnaði Svavar leikinn á því að verja skot frá Hafþóri og í kjölfarið skoraði King fyrstu körfuna sína á heimavelli í vetur. Heimamenn leituðu mikið eftir King í byrjun en stigaskorið dreifðist þó nokkuð vel á milli manna. Skallagrímsmenn leiddu megnið allan fjórðungin (6-12, 11-12, 13-14, 15-17, 15-23) en Hamarsmenn náðu að skora 3 síðustu körfur fjórðungsins og minka muninn í 21-23.
{mosimage}
Í öðrum leikhluta gengu hlutirnir ekki alveg upp hjá Skallagrímsmönnum og töpuðu þeir 7 boltum í fjórðungnum og skoruðu ekki nema 14 stig, á meðan heimamennirnir skoruðu 21 stig. Marvin kom Hamarsmönnum yfir 27-25 og eftir það leiddu heimamenn fram að hálfleik og voru hálfleikstölur 42-37 og stemningin mjög góð meðal heimamanna.
Líkt og oft áður, komu Hamarsmenn ekki tilbúnir inn í þriðja leikhlutann og náðu Skallagrímsmenn að jafna 43-43. Roman fór á línuna, en brenndi báðum. Gestirnir úr Borgarnesi gengu á lagið og settu niður 3 þrista, (51-57, 56-60) en Hamarsmenn voru ekki langt undan og náðu að komast yfir áður en 3. leikhluti var úti. 63-61. Leikurinn þrælskemtilegur og gat oltið á báða bóga.
Í fjórða leikhluta bar King uppi sóknarleik Hamarsmanna, en Skallagrímsmenn byggðu meira á breiddinni. liðin skiptust á að skora í fjórða leikhluta og þegar 3 mínútur voru eftir var staðan jöfn 74-74 og spennan orðin nokkur í húsinu. Pétur Fór á línuna og setti niður seinna vítið og kom gestunum yfir. Þá settu Flake og Pálmi niður sitthvor 2 stigin og gestirnir í þokkalegum málum. staðan 74-79 þegar 1 mínúta var eftir. King fer á línunaog hittir úr fyrra, en klikkar úr seinna. fór á línuna aftur nokkrum sekúndum síðar og hittir bara úr seinna. staðan 76-79 og 2 dýrmæt stig farin forgörðum og 27,5 sek eftir. Brotið var á Áskeli og setti hann bæði vítin ofaní. Hamarsmenn keyrðu upp og Bojan setti niður lay-up og minkaði muninn í 78-81 og spennan orðin áþreifanleg. Brotið á Pétri og setti hann seinn ofaní. Lalli keyrir upp völlinn og fær villu, en setti bara fyrra niður. Áskell fer aftur á línuna og setur fyrra niður. Brotið á King sem setur fyrra niður. klikkar á seinna. staðan 80-83 og 3 sekúndur eru eftir þegar brotið er á Pétur sem setur bæði skotin niður og gerir útum leikinn. Lokatölur 80-85 fyrir gestina úr Borgarnesi.
Tölfræði leiksins
Texti og myndir: Sævar Logi Ólafsson
{mosimage}



