spot_img
HomeFréttirBaráttan heldur áfram hjá Gunnari og Terriers um helgina

Baráttan heldur áfram hjá Gunnari og Terriers um helgina

Í nótt komst St. Francis Brooklyn í undanúrslit í úrslitakeppni Northeast riðilsins í bandaríska háskólaboltanum. Gunnar Ólafsson gerði tvö stig og tók tvö fráköst á átta mínútum í liði St. Francis. Með sigrinum gegn LIU í nótt fékkst það staðfest að kollegar Gunnars, þeir Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson, hafa lokið keppni vestan hafs þessa vertíðina. Gunnar og St. Francis Brooklyn Terriers halda áfram og mæta St. Francis University næsta laugardag.
 
 
Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 2002-2003 sem St. Francis Brooklyn Terriers komast í undanúrslit í úrslitakeppni NEC-riðilsins.
 
Undanúrslit Norheast Conference
laugardaginn 7. mars
 
#2 Robert Morris – #3 Bryant
#1 St. Francis Brooklyn – #5 Saint Francis University
 
Úrslitaleikur riðilsins fer svo fram næsta þriðjudag á heimavelli þess liðs sem kemst inn í úrslit og var ofar í töflunni að lokinni deildarkeppni.
 
Mynd/ Gunnar í leik með St. Francis gegn Georgetown skólanum.
  
Fréttir
- Auglýsing -