spot_img
HomeFréttirBarátta U18 stúlkna dugði ekki til

Barátta U18 stúlkna dugði ekki til

Íslenska U18 landslið stúlkna laut í lægra haldi gegn sænska liðinu á Norðurlandamóti yngri flokka sem fram fer þessa dagana. Slöpp byrjun Íslands var dýr, fyrir vikið elti liðið allan leikinn og tókst ekki að koma almennilega til bara þrátt fyrir fína frammistöðu. 

 

Umfjöllun um helstu atriði leiksins má finna hér að neðan:

 

Gangur leiksins:

 

Sænska liðið pressaði hátt í upphafi og íslendingar voru ekki nægilega klárar að mæta því og leysa. Svíar náðu því snemma um tíu stiga forystu og Íslands elti allan fyrri hálfleikinn. Um miðbik annars leikhluta færði Ísland sig í svæðisvörn sem kom mjög flatt uppá svíana. Fyrir vikið tókst Íslandi að saxa verulega á muninn og minnka hann minnst niður í tvö stig. 

 

Íslenska liðið var ekki nægilega ákveðið sóknarlega og leyfði Svíþjóð að ýta sér útúr sínum aðgerðum. Stór þriggja stiga karfa í lok leikhlutans kom Svíþjóð í 35-27 og þannig var staðan í hálfleik. 

 

Barátta liðsins var ljómandi fín í þriðja leikhluta. Vörnin hélt vel og leikmenn börðust vel í fráköstum. Á móti voru stigin ekki að koma á töfluna, opin skot vildu ekki ofan í og íslenska liðinu tókst engan vegin að saxa að einhverju viti á forystu Svíþjóðar. Staðan eftir þriðja leikhluta 44-37. 

 

Það sama má segja um síðasta leikhlutann, vörnin hélt nokkuð vel og svíar þurftu að hafa mikið fyrir flestum sínum körfum. Sóknarlega gekk brösuglega, skotin vildu ekki ofan í og sjálfstraustið fór  lækkandi í framhaldi. Hetjuleg barátta Íslands til að búa til endurkomu bar ekki árangur og 67-54 sigur Svíþjóðar staðreynd. 

 

Hetjan:

 

Svíþjóð leyfi Ragnheiði Björk Einarsdóttur að fá gott pláss sóknarlega sem hún nýtti frábærlega og setti 24 stig. Hún var föst fyrir og spilaði verulega vel varnarlega einnig og átti algjöran prýðisleik. Hún bætti átta fráköstum við stigin og hitti fjórum þriggja stiga skotum. Hulda Bergsteinsdóttir og Anna Lóa Óskarsdóttir áttu einnig mjög fína innkomu af bekknum og gáfu liðinu mikið. 

 

Kjarninn:

 

Heit yfir virkilega fín frammistaða Íslands í þessum leik. Leikmenn skildu allt eftir á gólfinu í dag og börðustu vel. Sóknarlega vantaði aðeins uppá trúnna og sjálfstraustið. Leikmenn virtust hræddir við  líkamlega stóra og sterka leikmenn Svíþjóðar. Þegar kerfin voru keyrð í gegn og ákvaðanatakan var góð þá spilaði liðið vel og náði í körfur. 

 

Liðið getur gengið beint í baki frá verki dagsins. Með smá meiri heppni og trú hefði leikurinn getað dottið með Íslandi. Nóg pláss er fyrir framfarir hjá liðinu og verður spenanndi að fylgjast með frammistöðu liðsins áfram í sumar. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins

 

Viðtöl eftir leik: 

Fréttir
- Auglýsing -