spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBandarískur miðherji til Skallagríms

Bandarískur miðherji til Skallagríms

Skallagrímur hefur samið við bandaríska miðherjann Kenneth Simms um að leika með liðinu í 1. deildinni í vetur.

Kenneth, sem er 33 ára og 206 cm á hæð, er reynslumikill leikmaður og á að baki 10 ára feril sem atvinnumaður með félagsliðum um allan heim. Hann hefur m.a. leikið í Svíþjóð, Litháen, Belgíu, Kína, Frakklandi og Japan en síðast lék hann í Þýskalandi.

Skallagrímur hefur ekki farið vel af stað í vetur og hefur tapað fyrstu þremur leikjunum sínum í deildinni. Næsti leikur þeirra er á móti liði Vestra fimmtudaginn 24. október.

Fréttir
- Auglýsing -