ÍR hefur samið við Caely Kesten fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Caely kemur í Skógarselið frá Northwest Missouri State í bandaríska háskólaboltanum, en þar skilaði hún 14 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.
„Ég er mjög spennt að hafa skrifað undir hjá ÍR og hlakka til að hefja atvinnumannaferil minn hér. Ég hef líka dreymt um að búa í öðru landi, en vissi ekki hvernig eða hvenær það myndi gerast, svo ég er mjög þakklát að vera hér og fá þetta tækifæri,“ segir Caely í tilkynningu.



