spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBandarískur leikmaður á Meistaravelli

Bandarískur leikmaður á Meistaravelli

KR hefur samið við Molly Kaiser um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild kvenna.

Molly er 173 cm bandarískur bakvörður sem kemur frá New Mexico State háskólanum í Bandaríkjunum. Á síðasta tímabili var Molly með 20 stig að meðaltali í leik, 2 stoðsendingar og 3 fráköst. Þá var hún valin leikmaður ársins í CUSA-deildinni (Conference USA) á síðustu leiktíð ásamt því að vera í úrvalsliði ársins.

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna ,,Það er frábært að tryggja Molly í KR fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í langan tíma. Molly hefur sinn atvinnumannaferil hjá KR eftir flotta veru í New Mexico State í háskólakörfuboltanum og það er engin spurning um að hennar vopnabúr muni nýtast okkar hópi vel í Bónus-deildinni í vetur.”

Fréttir
- Auglýsing -