spot_img
HomeFréttirBandarískar íþróttir: Skipulag og áhrif

Bandarískar íþróttir: Skipulag og áhrif

Áhugaverður fyrirlestur fer fram í Háskóla Íslands næstkomandi föstudag, 1. júní. Fyrirlesturinn ber heitið „Bandarískar íþróttir: Skipulag og áhrif“. Fyrirlesari er Gunnar Valgeirsson dósent í félagsfræði. 

 

Í kynningu á fyrirlestrinum segir: Í fyrirlestrinum mun Gunnar kynna stuttlega sögu og útbreiðslu keppnisíþrótta og ræða uppbyggingu barna-, gagnfræðaskóla-, og háskólaíþrótta. Um leið verður rýnt í hvernig íþróttaþátttakan hefur áhrif á líf einstaklinga samanborið við þá sem ekki taka þátt í keppnisíþróttum, t.d. hvað varðar félagslega lagskiptingu.

 

Skipulag og efnahagsgrundvöllur atvinnuíþrótta verður ræddur, svo og ahrif stjórnmála og fjölmiðla á þær.

 

Loks mun verða rýnt í áhrif núverandi þjóðfélagsbreytinga, s.s. heimsvæðingar, á keppnisíþróttir í Bandaríkjunum.

 

Gunnar Valgeirsson er dósent við California State University í Los Angeles. Hann hefur búið í Bandaríkjunum í þrjá áratugi og kennt félagsfræði íþrótta í tveimur bandarískum háskólum frá 1991. Gunnar sat í stjórn KKÍ árin 1981-1984 auk þess sem hann var formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í fimm ár. Þá var Gunnar dómari í efstu deild á Íslandi og er einn af fyrstu FIBA dómurum Íslands. Hann hefur einnig skrifað um NBA deildina í Morgunblaðið. 

 

Fyrirlesturinn fer fram í Odda í Háskóla Íslands og hefst kl 12:00. Allir eru velkomnir en ljóst er að körfuboltaáhugamenn ættu að geta fræðst eitthvað á þessum áhugaverða fyrirlestri. 

 

Nánari upplýsingar hér.

Fréttir
- Auglýsing -