spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBandarísk-ítalskur miðherji til Snæfells

Bandarísk-ítalskur miðherji til Snæfells

Lið Snæfells í 1. deild karla hefur samið við Brandon Lee Cataldo um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Cataldo, sem er með bæði bandarískt og ítalskt ríkisfang, er 27 ára og 208 cm hár og leikur stöðu miðherja. Hann útskrifaðist úr Portland State háskólanum í Bandaríkjunum árið 2015 og hóf atvinnumennskuna með Westfalen Mustangs í Þýskalandi þá um haustið. Síðan þá hefur hann leikið í Ítalíu, Mongólíu og Ekvadór.

Snæfell hefur einnig bætt við sig hinum 207 cm háa serbneska unglingalandsliðsmanni Pavle Kraljic og ættu þeir að hjálpa liðinu í frákastabaráttunni í vetur en liðið tók fæst fráköst í deildinni í fyrra eða 32,4 að meðaltali í leik, sem var 14 fráköstum minna en Vestri sem leiddi deildina.

https://www.facebook.com/kkd.snaefells/photos/a.166820600118/10157272877050119/?type=3&theater
Fréttir
- Auglýsing -