Mike Krzyzewski, þjálfari landsliðs Bandaríkjanna hefur valið 12 manna hóp fyrir HM sem hefst á Spáni 30. ágúst.
Það er fátt sem kemur körfuboltaspekúlöntum á óvart í liðsskipan Bandaríkjamanna úr því sem komið var, en Kevin Durant, Blake Griffin og Kevin Love eru meðal þeirra leikmanna sem höfðu dregið sig út úr æfingahóp liðsins. Alls voru 16 leikmenn eftir í hópnum, en þeir Damien Lillard, Chandler Parsons, Gordon Hayward og Kyle Korver misstu af lestinni eftir leik Bandaríkjanna og Kosta Ríka í gærkvöldi. Tólf manna hópur USA er skipaður:
DeMarcus Cousins
Stephen Curry
Anthony Davis
DeMar Derozan
Andre Drummond
Kenneth Faried
Rudy Gay
James Harden
Kyrie Irving
Mason Plumlee
Derrick Rose
Klay Thompson
(Demarcus Cousins og Kenneth Faried eru báðir á leiðinni á HM)