spot_img
HomeFréttirBandaríkjamenn unnu Rússa

Bandaríkjamenn unnu Rússa

11:31

{mosimage}
(Kobe Bryant var stigahæstur í leiknum)

Í morgun fór fram æfingaleikur milli Bandaríkjanna og Rússlands í Shanghæ í Kína. Fóru leikar þannig að Bandaríkjamenn unnu stórsigur 89-68 en lið Rússa er talið eitt það sterkasta fyrir Ólympíuleikana.

Kobe Bryant var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 19 stig. Carmelo Anthony skoraði 17 stig og Dwyane Wade var með 16.

Hjá Rússunum var J.R. Holden með 17 stig og Andrei Kirilenko var stigahæstur eð 18 stig og 8 fráköst.

Næsti æfingaleikur Bandaríkjanna er á þriðjudagsmorgun gegn Ástralíu en það verður síðasti æfingaleikur Bandaríkjanna fram að Ólympíuleikum.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -