spot_img
HomeFréttirBandaríkjamenn tilkynna landslið sitt fyrir Peking

Bandaríkjamenn tilkynna landslið sitt fyrir Peking

20:37

{mosimage}

Bandaríkjamenn tilkynntu í dag 12 manna hóp sinn sem fer á Ólympíuleikanan í Kína í ágúst og má segja með sanni að þar sér valinn maður í hverju rúmi. Nýkrýndir meistarar Boston eiga þó engan leikmann í liðinu.

Í hópnum eru:
Carmelo Anthony Denver Nuggets
Carlos Boozer Utah Jazz
Chris Bosh Toronto Raptors
Kobe Bryant Los Angeles Lakers
Dwight Howard Orlando Magic
LeBron James Clevland Cavaliers
Jason Kidd Dallas Mavericks
Chris Paul New Orleans Hornets
Tayshaun Prince Detroit Pistons
Micheal Redd Milwaukee Bucks
Dwayne Wade Miami Heat
Deron Williams Utah Jazz

Þjálfari liðsins er hinn sigursæli Mike Krzyzewski þjálfari Duke háskólans. Honum til aðtoðar verða Jim Boeheim frá Syracuse háskólanum, Mike D‘Antoni frá New York Knicks og Nate McMillan frá Portland Trail Blazers.

Jerry Colengalo sagði að valið hafi verið erfitt, það hafi 33 leikmenn verið viðloðandi hópinn síðustu tvö ár og erfitt að velja úr þeim hóp.

Öldungurinn Jason Kidd kemur inn í liðið aftur en hann vann Ólympíugull með Bandaríkjamönnum í Sidney árið 2000, þar sigraði liðið alla 8 leiki sína og Kidd hefur aldrei tapað landsleik í öll þau 44 skipti sem hann hefur leikið. Það er ljóst að hann ætlar ekkert að breyta því og stefnir að því að verða 14. leikmaðurinn í sögu Bandaríkjanna til að vinna tvö Ólympíugull eða fleiri. Þeir sem hafa unnið tvisvar eru Charles Barkley, Patrick Ewing, Burdette Haldorson, William Hougland, Michael Jordan, Robert Kurland, Karl Malone, Chris Mullin, Gary Payton, Scottie Pippen, Mitch Richmond David Robinson og John Stockton.

Meðalaldur bandaríska liðsins í sumar verður 26,08 ár en á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 var hann 23,60 ár.

[email protected]

Mynd: www.ebdailynews.com

 

Fréttir
- Auglýsing -