spot_img
HomeFréttirBandaríkjamenn Ólympíumeistarar

Bandaríkjamenn Ólympíumeistarar

8:58

{mosimage}

Dwane Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna í úrslitaleiknum 

Bandaríkjamenn sigruðu Spánverja 118-107 í úrslitaleik karlakeppni Ólympíuleikanna í morgun og unnu þar með til baka gullið sem þeir töldu sig hafa tapað fyrir 4 árum í Aþenu. Dwayne Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 27 stig en Pau Gasol skoraði 21 fyrir Spán.

Sigurinn var þrettándi sigur Bandaríkjamanna á Ólympíuleikum og má segja að sigur þeirra í mótinu nú hafi verið öruggur, þeir skoruðu yfir 100 stig í 6 leikjum af 8, fengu aðeins einu sinni á sig yfir 100 stig og unnu leikina að meðtaltali með 29,1 stigi.

Sigurvegararnir frá Ólympíuleikunum í Aþenu, Argentínumenn, sigruðu Litháa í leik um bronsið, 87-75 eftir að hafa leitt allan leikinn. Carlos Delfino skoraði 20 stig fyrir Argentínu og Ramunas Siskauskas var stigahæstur Litháa með 15 stig.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -