spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBandaríkjamaður í Vesturbæinn

Bandaríkjamaður í Vesturbæinn

KR hefur samið við KJ Doucet fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

K.J. Doucet er 22 ára bandarískur 201 sm framherji sem kemur frá Winthrop-háskólanum í Suður-Karolínufylki í Bandaríkjunum.

KJ var valinn sem næstur inn í úrvalslið Big South deildarinnar 2025. Þess má geta að Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var í liði ársins í sömu deild tímabilið 2003-2004.

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR í tilkynningu með félagaskiptunum:
“Ég gríðarlega ánægður að fá KJ í hópinn okkar. Hann er hreyfanlegur íþróttamaður sem getur gert marga mismunandi hluti bæði sóknar- og varnarlega og ætti að virka mjög vel í hröðum leik sem við viljum spila. Hann kemur til okkar eftir góðan háskólaferil og passar vel í þann leikmannahóp sem við erum að setja saman.”

Fréttir
- Auglýsing -