spot_img
HomeFréttirBandaríkin tryggðu sig áfram með sigri á Tékklandi - Durant orðinn stigahæsti...

Bandaríkin tryggðu sig áfram með sigri á Tékklandi – Durant orðinn stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi

Bandaríska landsliðið tryggði sér sæti í dag í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna með sigri á Tékklandi, 119-84.

Einhverjir leikir eru eftir af riðlakeppninni, en Bandaríkin hafa leikið alla þrjá leikina og tryggt sig áfram í fjórðungsúrslitin. Hver mótherji þeirra verður á eftir að koma í ljós.

Með þriggja stiga skoti í öðrum leikhlutanum varð leikmaður Bandaríkjanna Kevin Durant stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi er hann setti stig númer 339. Fór hann þar með framúr Carmelo Anthony, sem skoraði 336 stig fyrir liðið á sínum feril með því.

Hér fyrir neðan má sjá fimm stigahæstu leikmenn Bandaríkjanna frá upphafi:

  1. Kevin Durant 339
  2. Carmelo Anthony 336
  3. LeBron James 273
  4. David Robinson 270 (hættur)
  5. Michael Jordan 256 (hættur)
Fréttir
- Auglýsing -