spot_img
HomeFréttirBandaríkin og Litháen mætast í undanúrslitum

Bandaríkin og Litháen mætast í undanúrslitum

Fyrri undanúrslitaleikur Heimsmeistaramótsins á Spáni fer fram í kvöld en þá eigast við Bandaríkin og Litháen kl. 19:00 að íslenskum tíma en leikurinn er spilaður í Barcelona.
 
 
Bandaríkjamenn hafa svívirt hvern andstæðinginn á fætur öðrum með stórsigrum. Verða það Litháar sem standa í þeim eða heldur kaninn áfram og arkar ótrauður inn í úrslit?
 
Í gærkvöldi féllu heimamenn á Spáni úr leik gegn Frökkum svo það verða Frakkar og Serbar sem mætast í undanúrslitum annað kvöld. Bronsleikurinn fer svo fram á laugardag en sjálfur úrslitaleikurinn á sunnudagskvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -