spot_img
HomeFréttirBandaríkin og Argentína leika til úrslita

Bandaríkin og Argentína leika til úrslita

11:00

{mosimage}

Luis Scola átti góðan leik fyrir Argentínumenn 

Það kemur ekki mikið á óvart en það verða Bandaríkin og Argentína sem leika til úrslita á Ameríkumótinu sem fram fer í Las Vegas. Þar með hafa þessar tvær þjóðir tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.

Argentína vann Brasilíu í undanúrslitum 91-80 þar sem drög að sigrinum voru lögð í þriðja leikhluta sem Argentína vann 30-13. Luic Scola var stigahæstur Argentínumann með 27 stig, hitti úr 10 af 14 skotum sínum utan af velli. Hjá Brasilíumönnum voru Leandrinho Barbosa og Alex Ribeiro stigahæstir með 16 stig. 

Bandaríkjamönnum hefur verið mikið í mun að sýna á þessu móti hvaðan körfubolti er kominn. Leikur þeirra og Puerto Rico var jafn til að byrja með en svo skiptu heimamenn um gír og stungu leikmenn Puerto Rico af og sigruðu að lokum 135-91. Carmelo Anthony var stigahæstur Bandaríkjamanna með 27 stig, hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og 5 af 6 innan við þriggja stiga línuna. Elias Ayuso skoraði mest fyrir Puerto Rico eða 22 stig. 

Úrslitaleikurinn fer fram í nótt. 

[email protected] 

Mynd: www.fibamerica.com

Fréttir
- Auglýsing -