spot_img
HomeFréttirBandaríkin lögðu Japan í úrslitaleik á Ólympíuleikunum - Ekki tapað leik síðan...

Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleik á Ólympíuleikunum – Ekki tapað leik síðan 1992

Bandaríkin unnu í nótt heimakonur í Japan í úrslitaleik Ólypíuleikanna í Tókýó, 90-75.

Var þetta sjöundi sigur Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í röð, en þær hafa ekki tapað leik síðan árið 1992. Í heildina hafa Bandaríkin unnið titilinn í níu skipti síðan að íþróttin var fyrst á dagskrá leikanna 1976 og aðeins tapað þremur leikjum. Í ellefu keppnum eru það því níu gull, eitt silfur og eitt brons, en liðið tók ekki þátt á leikunum 1980 í Moskvu.

Japan hafði í fjögur skipti áður tekið þátt í Ólympíuleikunum, en þetta var í fyrsta skipti sem liðið var á verðlaunapalli.

Atkvæðamestar fyrir Bandaríkin í leik næturinnar voru Brittney Griner með 30 stig og A´ja Wilson með 19 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot. Fyrir Japan var það Nako Motohashi sem dró vagninn með 16 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -