00:57
{mosimage}
Körfuboltinn á ÓL er kominn á fullt skrið og hafa nokkrir leikir farið fram. Á sunnudag reið RÚV á vaðið og sýndi leik Bandaríkjanna gegn Kína og átti stjörunprýtt lið Bandamann ekki í miklum erfiðleikum með Kína þrátt fyrir fína mótspyrnu gestgjafanna framan af fyrri hálfleik. Lokatölur þar 101-70.
Stúlkurnar hafa einnig hafið keppni og sýndi RÚV tvo leiki í gær. Voru það annars vegar viðureignir Suður-Kóreu og Rússlands og hinsvegar Ástralía – Brasilía.
Í A-riðli karla sigruðu Rússar Írana auðveldlega 71-49 þar sem JR Holden var stigahæstur með 19 stig, Andrei Kirilenko var honum næstur með 15 stig og 5 fráköst.
Hjá Írönum var Mohammadsamad Nikkhah stigahæstur með 16 stig.
Litháen sigraði Argentínu í hörkuleik 79-75 og var Linas Kleiza stigahæstur með 13 stig í annars jöfnu liði Litháa.
Spurs leikmaðurinn Mano Ginobili var stigahæstur Argentínumanna með 19 stig.
Króatar sigruðu svo Ástralíu í lokaleik fyrstu umferðar A-riðils 97-82. Nikola Prkácin og Marko Banic skoruðu 16 stig hvor fyrir Króata en hjá Ástalíu var Matt Nielsen með 13 kvikindi.
Staðan í riðlinum eftir fyrstu umferð er þá þannig að Rússar, Króatar og Litháar eru með 2 stig en Argentína, Íran og Ástralar eru án stiga.
Í B-riðli sigruðu Bandaríkin Kína eins og komið hefur fram og var Dwane Wade stigahæstur með 19 stig en hjá Kína var Yao Ming með 13 stig og 10 fráköst.
Þjóðverjar sigruðu Angola með 95 stigum gegn 66. Chris Kaman var magnaður og skoraði 24 stig fyrir þýska en Dirk Nowitzki var ekki langt undan en hann skoraði 23 stig. Hjá Angolum var Eduardo Mingas með 24 stig.
Spánverjar sigruðu svo Grikki með 81 stigi gegn 66. Rudy Fernandez var stigahæstur Spánverja með 16 stig en Pau Gasol var honum næstur með 11 stig og 7 fráköst.
Hjá Grikkjum var Vassilis Spanoulis með 15 stig og 3 fráköst.
Í B-riðli eru Bandaríkin, Þjóverjar og Spánverjar með 2 stig en Kína, Angola og Grikkir hafa ekkert.
Á morgun sýnir RÚV leik Ástrala og Argentínumanna kl. 14:30 en vegna leiks Íslands og Þýskalands í handboltanum seinkar útsendingu í ca. 15 mín.
Mynd: fiba.com



