spot_img
HomeFréttirBandaríkin hefja leik gegn Kína

Bandaríkin hefja leik gegn Kína

15:05

{mosimage}
(LeBron James í leik með bandaríska liðinu gegn Kína)

Fyrsti leikur Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í sumar verður gegn gestgjöfunum í Kína. Mikill áhugi er fyrir körfubolta í Kína og er risinn Yao Ming í guðatölu meðal kínversku þjóðarinnar. Dagana 27.-30. júní verða æfingabúðir í Las Vegas þar sem bandaríska landsliðið verður valið.

Að loknum æfingabúðunum mun þjálfari bandaríska landsliðsins, Mike Krzyzewski, velja þá tólf leikmenn sem munu mynda liðið ásamt þremur varamönnum. Liðin sem taka þátt í sumar verða að tilkynna leikmannahópinn fyrir 30. júní.

Leikmennirnir sem koma til greina í landsliðið eru:
Kobe Bryant – L.A. Lakers
LeBron James – Cleveland
Carmelo Anthony – Denver
Dwight Howard – Orlando
Amaré Stoudamire – Phoenix
Jason Kidd – Dallas
Michael Redd – Milwaukee
Deron Williams – Utah
Tayshaun Prince – Detroit
Mike Miller – Memphis
Tyson Chandler – New Orleans
Dwayne Wade – Miami
Chris Paul – New Orleans
Carlos Boozer – Utah
Chris Bosh – Toronto
Antawn Jamison, Washington, dró sig úr hópnum.

Í júlí leikur bandaríska landsliðið æfingaleik við Kanada áður en þeir halda til Kína og leika fleiri æfingaleiki í ágúst.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -