spot_img
HomeFréttirBaldur Þór Ragnarsson fótbrotnaði á ný

Baldur Þór Ragnarsson fótbrotnaði á ný

17:00
{mosimage}

(Baldur Þór) 

Baldur Þór Ragnarsson sem fótbraut á sér ökklann fyrir 10 vikum síðan í leik með Þór Þorlákshöfn gegn Hrunamönnum var nýbyrjaður að æfa þegar hann lenti í vinnuslysi og fótbrotnaði aftur á sama fæti, þó ekki á sama stað. Frá þessu er greint á www.kr.is/karfa en Baldur er leikmaður hjá KR og Þór Þorlákshöfn á venslasamningi.  

Baldur Þór er á venslasamningi á milli KR og Þór Þorlákshafnar og meiddist hann einmitt í æfingaleik með Þórsurum í haust. Baldur Þór hefur verið mjög duglegur að koma sér í gang á nýjan leik en hann lauk við jólapróf síðastliðinn föstudag. Baldur ætlaði sér að vinna hjá rafverktaka í jólafríinu og var fyrsti dagurinn á mánudag. 

Baldur var að vinna á palli í þriggja metra hæð þegar að pallurinn gaf sig og Baldur féll á bakið. Í lendingunni fótbrýtur Baldur sig á ökklakúlunni og er hann allur lemstraður. Í fyrstu var haldið að Baldur þyrfti að fara í aðgerð á ökklanum en sem betur fer þarf hann þess ekki. Baldur verður í göngugifsi í 4 vikur og hugsanlega verður kappinn kominn á ról eftir 5 vikur.  Tímabilið er því búið að vera langt frá því eins og Baldur hafði hugsað sér, en hann ætlaði að leika með drengja- og unglingaflokk KR og svo með meistaraflokk Þór Þorlákshöfn. En því miður hefur þessi efnilegi leikstjórnandi ekki náð að æfa og það verður enn bið á því.  

Heimasíðan sló á þráðinn til Baldurs sem var á hækjunum á leið í jólainnkaup með bróður sínum Hirti:  

,,Ég er hrikalega svekktur en ég ætla mér að ná einhverjum leikjum í lok tímabilsins, hjálpa strákunum að vinna titla. Maður verður að halda haus og horfa fram á veginn, það þýðir ekkert að sökkva dýpra þó að þetta sé mjög svekkjandi. Ég kem sterkur tilbaka og tek á þessum köllum.” 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -