spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBaldur Þór og Ulm EuroLeague ANGT Dubaí meistarar - Besti árangur...

Baldur Þór og Ulm EuroLeague ANGT Dubaí meistarar – Besti árangur þýsks liðs frá upphafi í keppninni

Baldur Þór Ragnarsson og ungmennalið Ulm urðu í dag EuroLeague ANGT Dubaí meistarar eftir sigur gegn Zalgiris í úrslitaleik, 89-84. EuroLeague heldur ANGT mótin víðsvegar um Evrópu þar sem lið keppast um að komast áfram og var þetta lokamót haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í ár.

Besti leikmaður mótsins var 18 ára franskur leikmaður Ulm Noa Essengue, en talið er að hann verði valinn í NBA deildina með einhverjum af fyrstu valréttum nýliðavalsins á næsta ári, 2025.

Með sigri í mótinu hafa Baldur og Ulm tryggt sér þátttöku í undanúrslitum lokakeppninnar, sem haldin er samhliða fjögurra liða úrslitum EuroLeague 24.-26. maí næstkomandi í Berlín, en ekkert þýskt lið hefur áður náð þessum árangri.

Fréttir
- Auglýsing -