Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari Þórs Þ, U16 og U20 landsliðs Íslands var gestur í Sportþættinum á FM Suðurlandi fyrr í vikunni. Hann segir frá ferðalögum sínum í sumar með landsliðunum þar sem hann er aðstoðarþjálfari U16 og U20 landsliða drengja auk þess sem hann aðstoðaði A-landsliðið á Smáþjóðaleikunum.
Viðtal Gests Einarssonar frá Hæli við Baldur má finna í heild sinni hér að neðan. Sportþátturinn er í loftinu öll mánudagskvöld þar sem rætt er um íþróttir og meðal annars körfubolta. Þáttur sem engin íþróttaáhugamaður ætti að missa af.