spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaBaldur: Stefna að ná fótfestu í efstu deild

Baldur: Stefna að ná fótfestu í efstu deild

Snæfell á sér svo sannarlega glæsta sögu í úrvalsdeildum í körfuboltanum en vissulega má muna sinn fífil fegurri. Klúbburinn hinsvegar í vegferð að koma sér á sinn stað og fyrsta skrefið tekið þegar kvennalið þeirra kom sér í hóp þeirra efstu. Virkilega jákvætt og undirritaður saknað risans úr Stykkishólmi. Baldur Þorleifsson stýrir kvennaliði Snæfells næsta vetur.

“Liðið hefur æft saman nú í nokkrar vikur en eins og oft áður eru leikmenn oft lengi að koma sér a fullt aftur eftir sumarvinnu og frí. Höfum ekki verið mikið að leika æfingaleiki það sem ræður ferðinni þar er aðallega hversu leikmenn skila ser seint til baka sérstaklega útlendir leikmenn. Helstu breytingar eru að i fyrra voru erlendir leikmenn fjórir en eru nú þrír og þá allt nýjir . Rebekka Karlsdóttir er í barneignarfríi og Vaka Þorsteinsdóttir í meiðslum sem geta haldið henni frá til áramóta. Inga sól kom heim aftur frá Tindastól. Stefnum a að ná aftur fótfestu í efstu deild og safna reynslu fyrir okkar ungu leikmenn.” sagði Baldur um undirbúning og stöðu á liðinu nú rétt fyrir mót.

Af þessu að dæma er töluverð vinna framundan hjá Baldri að púsla saman liðinu fyrir mótið sem hefst í næstu viku. Og Baldur hélt áfram á þeim nótum.

“Á næstu vikum vinnum við aðallega í því að mynda nýtt lið úr nýjum mannskap einu sinni enn. Leikstíll liðsins ræðst auðvitað alltaf af því hvernig hóp þú ert með hverju sinni og eins og er erum við að finna út hvað hentar þessum hóp best. Ný stjórn er tekin við hjá Snæfell körfuknattleiksdeild ,hópur af ungu fólki með mikinn metnað til að gera vel í umgjörð leikja og öðru utanumhaldi.”

Það er gömul saga og augljóslega ný að Snæfell líkt og mörg önnur landsbyggðarlið slást um alla þá leikmenn sem bjóðast hverju sinni og margt sem spilar þar inní. Baldur sagði lítið hafa breyst í þeim efnum og styrkleiki liðsins af þeim sökum ræðst af mörgum þáttum.

Staðan væri önnur ef uppaldir leikmenn væru hér heima

“Það er margt sem veldur þessum styrkleika mun ,fjármagn,skólamál Og erfiðleikar að ná leikmönnum út á land jafnvel þó margt gott sé í boði. Staða beggja liða Snæfells í körfuknattleik væri talsvert önnur ef við værum hér heima með alla þá leikmenn sem hér eru uppaldir og leika stór hlutverk fyrir önnur lið fyrir sunnan en svona er þetta og verður trúlega áfram . Á ekki von a breytingum á þessari skiptingu,annars fylgjandi þessari nýju breytingu a deildafyrirkomulagi.”

Fréttir
- Auglýsing -