spot_img
HomeFréttirBaldur Ólafsson nýkominn úr speglun

Baldur Ólafsson nýkominn úr speglun

12:10

{mosimage}

Miðherjinn Baldur Ólafsson sem kom gríðarlega sterkur inní úrslitaeinvígið hjá KR gegn Njarðvík í vor fór fimmtudaginn 31. maí í speglun á hné. Aðgerðin heppnaðist mjög vel og er kappinn algjörlega verkjalaus.  Heimasíða KR, www.kr.is/karfa smellti nokkrum spurningum á kappann.

Nú varstu í aðgerð, hvað var verið að gera?

Það var verið að laga brjóskskemmdir í hægra hné og smávægilegar aðrar hreingerningar.  

Hvernig heppnaðist aðgerðin?

Aðgerðin heppnaðist vel og ég er strax farinn að ganga eðlilega og mun fyrr en ég hefði gert ráð fyrir miðað við speglunina sem ég fór í hjá einhverju skottulækni fyrir nokkrum árum síðan. 

Ertu búinn að sjá fram á hvenær þú byrjar að æfa?

 Ég gerir ráð fyrir að geta farið að hjóla og annað þess háttar mjög fljótlega en ég mun hitta Don Pedro (PÖG) í vikunni og svo lækninn í næstu viku og fá grænt ljós á frekari æfingar. 

Sjáum við Baldur Ólafsson á Parketinu í DHL-Höllinni á næsta ári?

Við sjáum til.

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -