spot_img
HomeFréttirBaldur Ólafsson leikur með KR í vetur

Baldur Ólafsson leikur með KR í vetur

7:10

{mosimage}

Miðherjinn stæðilegi, Baldur Ólafsson, hefur ákveðið að taka fram skóna og leik með KR-ingum á komandi leiktíð, samkvæmt öruggum heimildum mbl.is.

Baldur er 206cm á hæð og fyrrverandi landsliðsmaður. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og hefur hann nokkrum sinnum reynt að leggja skóna á hilluna. KR-ingar fengu hann til þess að leika með sér í úrslitakeppninni árið 2007 með frábærum árangri, en þá varð félagið Íslandsmeistari.

Ljóst er að Baldur eykur breiddina verulega í leikmannahópi KR sem þykir vera orðinn feykilega sterkur fyrir en sem kunnugt er hafa tveir KR-ingar snúið heim úr atvinnumennsku, Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson. Brynjar Björnsson er hins vegar horfinn á braut til náms í Bandaríkjunum.

www.mbl.is

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -