spot_img
HomeBikarkeppniBaldur og Stjarnan mæta Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar ,,Það þarf bara...

Baldur og Stjarnan mæta Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar ,,Það þarf bara fara og sækja þetta”

Dregið var í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar í hádeginu í dag.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast, en bikarvikan er 3.-8. febrúar næstkomandi.

Undanúrslit karla – Þriðjudagur 3. febrúar

Keflavík Stjarnan -kl. 17:15

Tindastóll KR – kl. 20:00

Undanúrslit kvenna – Miðvikudag 4. febrúar

Keflavík Hamar/Þór – kl. 17:15

Tindastóll Grindavík – kl. 20:00

Karfan var á svæðinu og ræddi við Baldur Ragnarsson þjálfara Stjörnunnar eftir að ljóst var að þeir myndu mæta Keflavík í undanúrslitunum. Baldur og Stjarnan eru ríkjandi Íslandsmeistarar, en í fyrr máttu þeir þola tap í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar gegn KR.

Fréttir
- Auglýsing -