Dominos deild karla rúllar af stað á fimmtudags og föstudagskvöldið með heilli umferð. Í gær hélt KKÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um spár aðstandenda liða deildarinnar, sem og fjölmiðlamanna.
Samkvæmt forráðamönnum og leikmönnum liðanna mun Tindastóll enda í þriðja sæti deildarinnar, en það sama var uppi á teningnum í spá fjölmiðlamanna.
Karfan ræddi við nýráðin þjálfara liðsins Baldur Þór Ragnarsson og má sjá viðtalið hér að neðan:



