Undir 16 ára drengjalið Íslands hafnaði í öðru sæti Norðurlandamóts þessa árs í Kisakallio í Finnlandi.
Óhætt er að segja að liðið hafi staðið sig með stakri prýði á mótinu. Vinna alla leiki sína nema einn og tapa Norðurlandameistaratitlinum aðeins á innbyrðis stöðu gegn Svíþjóð, en leikur þeirra gegn þeim var sá eini sem kalla mætti slappan á öllu mótinu.
Næsta mót á dagskrá hjá liðinu er Evrópumót, en það mun fara fram í Makedóníu í byrjun ágúst.
Baldur Már Stefánsson þjálfari liðsins ræddi við Körfuna um þróun liðsins á mótinu, hvernig honum hefði litist á andstæðinga þeirra, hvað tæki nú við þennan rúma mánuð fram að Evrópumóti og hvaða möguleika hann sæi fyrir íslenska liðið í Skopje. Þá ræðir hann einnig frammistöðu Benónís Stefans Andrasonar lykilleikmanns Íslands á mótinu, en hann var að því loknu valinn í fimm leikmanna úrvalslið Norðurlandamótsins ásamt því að vera valinn besti leikmaður þess.



