spot_img
HomeFréttirBaldur Beck: Verður ekki auðvelt að stoppa Golden State

Baldur Beck: Verður ekki auðvelt að stoppa Golden State

12:41

{mosimage}

 

(Baldur segir Dirk eiga það skilið að vera valinn MVP í NBA deildinni) 

 

Nú þegar líða tekur nær úrslitastundu í NBA deildinni er ekki úr vegi að leita til sérfræðinganna og með þeim fremstu í flokki í NBA fræðunum er Baldur Beck. Baldur er íþróttafréttamaður hjá Vísi.is og með því lýsir hann NBA leikjum á SÝN. Karfan.is lagði nokkrar laufléttar fyrir Baldur og hann telur að Tim Duncan og félagar hans í San Antonio Spurs séu líklegastir til þess að lyfta þeim stóra í lokin.

 

Hvernig leggst önnur umferðin í úrslitakeppni NBA í þig? Eitthvað gefið í þessum efnum? 

Önnur umferðin leggst mjög vel í mig. Fyrsta umferðin í úrslitakeppnini var ólík fyrstu umferðinni í fyrra. Það var miklu meiri spenna í þessu ífyrra en í ár er meira um óvænt úrslit og því vantar ekkert upp ádramatíkina frekar en venjulega í NBA. Það er til að mynda komin upp afarskrítin staða í Vesturdeildinni og ég trúði ekki að Miami myndi láta sópa sér út í Austurdeildinni.

Hvaða lið finnst þér líklegast til að taka titilinn í ár?

Ég verð að tippa á San Antonio, en þar að auki finnst mér Phoenix og Detroit eiginlega vera einu liðin sem eiga raunhæfa möguleika á titlinum. Furðulegri hlutir hafa þó gerst – og Golden State er búið að gefa tóninn fyrir dramatíska úrslitakeppni.

Á Nowitzki skilið að vera MVP þrátt fyrir dræma frammistöðu íúrslitakeppninni? 

Dirk Nowitzki á skilið að vera valinn MVP ef tekið er mið af formúlunni sem notuð er til að velja verðmætasta leikmanninn. Besti leikmaðurinn íbesta liðinu er oftast nær líklegasti kandídatinn til að hreppa verðlaunin og hafa ber í huga að úrslitakeppnin á þar ekkert að koma málinu við. Ég er nú ekki að velta mér mikið upp úr þessu, en kannanir sýna að Nowitzki munfá verðlaunin í ár. Nash var engu að síður eins góður og hann hefur verið áferlinum – þannig að það er ekki skrítið þó menn rífist um þetta. Það er líka bara gaman. Persónulega myndi ég samt heldur vilja að það væru leikmenn í deildinni sem veldu verðmætasta leikmanninn eins og gert var í gamla daga. Hvað frammistöðu Nowitzki í einvíginu varðar, er engan veginn hægt að hengja tap Dallas alfarið á hann. Það er að mínu mati ósanngjarnt – alveg eins og að hengja tap Houston á Tracy McGrady. 

Hvaða leikmaður hefur þér fundist koma mest á óvart í úrslitakeppninni? 

Þessi heiður verður að fara til Golden State-manna. Baron Davis hefur að mínu mati verið besti leikmaður úrslitakeppninnar til þessa, en það hefur líka komið mér gríðarlega á óvart að sjá frammistöðu Matt Barnes. Hann var gríðarlega mikilvægur í einvíginu við Dallas. Svo hafa menn eins og Luol Deng, Mehmet Okur, Avery Johnson, Dirk Nowitzki og Amare Stoudemire komið mér dálítið á óvart af mjög mismunandi ástæðum.

Warriors komu á óvart gegn Dallas, geta þeir farið alla leið?

 

 

Ég get ekki annað en hrifist af leik Golden State til þessa. Ég á ekki von á því að svona Helter-Skelter sóknarleikur komi liðinu alla leið, en það sem mér fannst áhugaverðast við leik liðsins gegn Dallas var ástríða og barátta leikmanna í bland við rosalega stuðningsmenn liðsins í Oakland. Ég öfunda ekkert lið að þurfa að fara og spila þar núna með Jessica Alba og Snoop á kantinum. Það verður ekkert auðvelt að stöðva þetta Golden Statelið, en ég held að það hafi bara ekki breidd til að fara alla leið. Svo má ekki gleyma því að Baron Davis er gjörsamlega á felgunni vegna meiðsla og hver leikur sem hann nær að spila er lítið kraftaverk í sjálfu sér.

 

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -