spot_img
HomeFréttirBakken komið áfram í FIBA Europe Cup

Bakken komið áfram í FIBA Europe Cup

Fjöldi leikja fór fram í FIBA Europe Cup karla í kvöld. Í Danmörku áttust við Bakken Bears og Nymbruk þar sem Israel Martin og Bakken sluppu með 82-79 heimasigur gegn Herði Axel og Nymbruk.

Bakken komst í 82-79 af vítalínunni þegar 12 sekúndur lifðu leik og Vojtech Hruban sem gerði 18 stig í liði Nymbruk í kvöld sleppti á loft þristi til að jafna metin en sá vildi ekki niður og Bakken fagnaði sigri. 

Herði Axel voru eitthvað mislagðar hendur í kvöld en honum tókst ekki að skora, fjögur teigskot og ein þriggja stiga tilraun sem vildu ekki niður en hann tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim tæpu 13 mínútum sem hann lék í leiknum. 

Bakken hefur nú unnið alla fimm leiki sína í F-riðli FIBA Europe Cup og hafa þar með unnið riðilinn. Nymbruk er í 2. sæti með 3 sigra og 2 tapleiki. Nymbruk er ekki öruggt upp úr riðlinum því Tajfun á tvo leiki eftir og þarf að vinna þá báða til að komast upp úr riðlinum.  

Í næstu umferð verða átta fjögurra liða riðlar þar sem tvö efstu liðin úr hverjum riðli fyrstu umferðar taka þátt sem og fjögu efstu liðin sem eru í 3. sætinu að lokinni fyrstu umferð. 
 

 
TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
5
5/0
406/338
10
2.
5
3/2
422/330
8
3.
4
1/3
287/300
5
4.
4
0/4
227/374
4
Fréttir
- Auglýsing -