spot_img
HomeFréttirBakken bears danskur meistari

Bakken bears danskur meistari

8:00

{mosimage}

Bakken bears tryggði sér á mánudag danska meistaratitilinn með sigri á Svendborg í Svendborg, 105 -96 og þar með einvígið 4-0. Þetta er áttundi titill Bakken á 11 árum.

Það leit þó ekki vel út hjá Bakken í byrjun vetrar, liðið réði bandarískan þjálfara sem stýrði liðinu til að byrja með og liðið lék mjög illa, þjálfarinn fékk landa sinn til liðs við félagið en sá kappi var í engu formi. Liðið tók þátt í Evrópukeppninni og datt út í forkeppni. Félagið rak þjálfarinn og nokkrir fyrrum þjálfarar í kringum liðið tóku við og eftir það tapaði liðið aðeins 2 leikjum, fór t.d. taplaust í gegnum úrslitakeppnina.

Það sem er líka athyglisvert að í úrslitaeinvíginu gegn Svendborg notuðu Bakken menn 15 leikmenn og voru þeir að nota alla 12 sem voru á skýrslu hverju sinni. Í fyrsta leiknum gegn Svendborg skoruðu allir 12 og í einvíginu skoruðu 15 leikmenn. Undirritaður sá leik þrjú í einvíginu og í þeim leik voru allir 12 leikmenn kvöldsins búnir að taka þátt í 1. leikhluta.

Það er því ljóst að yfirburðir Bakken í Danmörku eru miklir en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næsta tímabili þegar liðið vantar nýjan þjálfara og nokkrir reynsluboltar í liðinu er að nálgast sitt síðasta á vellinum. Liðið hefur þó verið duglegt að nota unga leikmenn svo framtíðin ætti að vera björt, ef ungu leikmennirnir geta axlað ábyrgðina.

Á heimasíðu Bakken er hægt að finna tengla á myndbrot úr lokaleiknum ásamt myndum úr leiknum.

[email protected]

Mynd: www.bakkenbears.dk

Fréttir
- Auglýsing -