spot_img
HomeFréttirBaker-Brice á leið í ómskoðun

Baker-Brice á leið í ómskoðun

Njarðvíkingar verða án leikstjórnanda síns Shanae Baker-Brice í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn í Ljónagryfjuna í Iceland Express deild kvenna. Baker-Brice er á leið í ómskoðun vegna meiðsla sem hún hlaut fyrir skömmu. Þetta staðfesti Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkinga við Karfan.is í dag.
,,Þetta lítur ekki vel út en við vonum það besta," sagði Sverrir en Baker-Brice fer í ómskoðun í dag. ,,Hún meiddist gegn KR, spilaði svo gegn Hamri og var slæm eftir leikinn, hún æfði ekkert fram að Keflavíkurleiknum og spilaði hann sárþjáð og er slæm núna og verður því ekki með í kvöld."
 
Baker-Brice hefur gert 22,7 stig, tekið 7,7 fráköst og gefið 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með bikarmeisturum Njarðvíkur þetta tímabilið.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -