Njarðvíkingar hafa samið við Sven Smajlagić fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla.
Sven er 35 ára 196 cm króatískur bakvörður sem hefur m.a. verið á mála hjá Cibona og á að baki leiki í Euroleage, en hann varð bikarmeistari í Króatíu 2023 og deildarmeistari í Bosníu árið 2018.
„Við erum að bregðast við breyttum raunveruleika eftir meiðsli Mario og erum að finna hvernig best sé fyrir okkur að spila og finna fleiri sigra á nýju ári. Við erum að fá inn öðruvísi týpu en Sven er hár, góður skotmaður og með reynslu úr sterkum deildum. Þá getur hann varist fjölbreyttum leikmönnum og við erum að sjálfsögðu að vonast til að hann sé púslið til að gera okkur að betra liði,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur.
Gera má ráð fyrir að Sven sé að koma inn í lið Njarðvíkur í stað Julio de Assis sem sagt var upp störfum á dögunum.



