spot_img
HomeFréttirBaby Joe Johnson bjargvættur Bucks - Lakers svöruðu fyrir sig gegn Rockets

Baby Joe Johnson bjargvættur Bucks – Lakers svöruðu fyrir sig gegn Rockets

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöld og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins mættust Miami Heat og Milwaukee Bucks í fjórða leik einvígis liðanna. Fyrir leikinn voru Heat með 3-0 forystu og topplið Bucks því ansi nálægt því að fara í fríið. Verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, framherji Milwaukee Bucks Giannis Antetokounmpo, meiddist á ökkla í fyrri hálfleik leiksins og tók ekki meiri þátt í honum eftir það.

Þrátt fyrir það náðu Bucks að sigra eftir framlengdan spennuleik, 118-115. Atkvæðamestur fyrir þá í leiknum var Khris Middleton með 36 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Heat var það Bam Adebayo sem dróg vagninn með 26 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Bucks og Heat:

https://www.youtube.com/watch?v=QTKEBqvp4h4

Í seinni leik kvöldsins jöfnuðu Los Angeles Lakers einvígi sitt gegn Houston Rockets, 1-1. Voru það Lakers sem byrjuðu leikinn mun betur, leiddu með 16 stigum eftir fyrsta leikhluta. Þá forystu héldu þeir í þangað til í þriðja leikhluta, þegar að Rockets áttu gott áhlaup og komust tveimur stigum yfir fjórða leikhlutann. Í honum gerðu Lakers þó nóg til að siglaa nokkuð öruggum 8 stiga sigri í höfn, 117-109.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var LeBron James með 28 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir Rockets var James Harden með 27 stig og 7 stoðsendingar.

Það helsta úr leik Lakers og Rockets:

https://www.youtube.com/watch?v=Z-jrHf5M8Rs

Úrslit næturinnar

Milwaukee Bucks 118 – 115 Miami Heat

Heat leiða einvígið 3-1

Los Angeles Lakers 117 – 109 Houston Rockets

Jafnt er í einvígi 1-1

Fréttir
- Auglýsing -