spot_img
HomeFréttirAzerbaijan sigraði í C deild karla

Azerbaijan sigraði í C deild karla

12:00

{mosimage}

Það voru Azerbaijan og Moldavía sem léku til úrslita í C deild Evrópukeppni karla sem lauk í Edinborg á sunnudag. Azerbaijanar fóru með sigur af hólmi 80-78 og var Tahir Bakhshiyev þeirra stigahæstur með 25 stig.

C deildin er í raun nýtt nafn á keppni sem eitt sinn hét Promotion Cup og Íslendingar tóku oft þátt í. Svo kom að Íslendingar misstu réttinn til að leika þar og hafa síðan verið í keppni sterkari liða.

Skotar urðu í þriðja sæti keppninnar eftir sigur á Andorra, 90-76. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Gíbraltar, San Marino, Malta og Wales.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -