spot_img
HomeFréttirAxel: Þetta dettur í kvöld!

Axel: Þetta dettur í kvöld!

„Það yrði erfitt að ímynda sér það,“ svaraði Axel Kárason á æfingu íslenska landsliðsins í morgun þegar við spyrðum hann að því hvernig íslenska stuðningsfólkið í stúkunni í Berlín myndi bregðast við ef Ísland næði að vinna sigur á Tyrkjum í leik kvöldsins.

„Ætli húsvörðurinn þyrfti ekki að vinna á næturtaxta því við yrðum lengi í höllinni! En nú er bara að einbeita sér að leiknum og hugsa vel um þá hluti sem þarf til að vinna leikinn,“ sagði Axel sem komið hefur við sögu í þremur leikjum af fjórum og leikið samtals 11 mínútur á mótinu. 

Hvernig hefur hann verið að melta alla þessa upplifun til þessa?

„Maður er svolítið með meltið á pásu ennþá, eiginlega ekki hægt að gera hvern dag upp fyrir sig því það er svo stutt í næsta leik alltaf en hingað til hefur þetta verið stórskemmtilegt og ekki búið enn! Það er einn leikur eftir sem við ætlum að mæta í af fullum krafti og viljum endilega ná sigri fyrir fólkið í stúkunni.“

Hvað með Tyrkina, breytum við eitthvað út af skipulaginu fyrir kvöldið?

„Það er erfitt að gera einhverjar stórar breytingar á varnar- eða sóknarskipulagi og tíminn naumur til að fara djúpt ofan í skipulag andstæðingsins. Við höfum verið að spila gríðarlega vel, við höfum leikið góðan körfubolta svo það eru bara margir litlir hlutir sem mega ganga betur, við mættum hitta betur en við erum kraftmiklir og erum að búa til alveg frábær skotfæri fyrir okkur.“

Við erum með 29,7% þriggja stiga nýtingu á mótinu, er erfitt fyrir skotglaða þjóð að sjá þá ekki detta betur?

„Þetta er ekki frústrerandi, þetta eru allt góð skot sem hafa verið vel undirbúin í sókninni með góðum skrínum og sendingarnar góðar. Menn eru einnig að keyra vel á körfuna svo maður getur ekki verið pirraður þó skotið detti ekki. Ég er ánægður með sóknina í heild sinni sem og liðsframlagið svo það er ekkert í boði annað en að halda bara áfram – þetta dettur í kvöld! 

Fréttir
- Auglýsing -