spot_img
HomeFréttirAxel og Arnar jöfnuðu í Danmörku

Axel og Arnar jöfnuðu í Danmörku

Svendborg Rabbits jöfnuðu einvígi sitt við Hörsholm 79ers í dönsku úrslitakeppninni í gærkvöldi. Spennuslagur á ferðinni hjá þeim félögum Axeli Kárasyni og Arnari Guðjónssyni þjálfara liðsins. Lokatölur 81-83 Svendborg í vil.

Í þetta sinn kom Axel af bekknum og skilaði af sér 5 stigum og tveimur fráköstum. Svendborg og Hörsholm mætast í sínum þriðja leik þann 21. mars næstkomandi. 

Fréttir
- Auglýsing -