Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Axel Kárason og liðsfélagar í Værlöse mættu Svendborg Rabbits á sterkum heimavelli ,,Kanínanna” og fóru leikar 89-79 Svendborg í vil. Eftir leik dagsins er Værlöse enn í næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig eftir 12 leiki.
Axel skoraði 4 stig í leiknum á tæpum 24 mínútum en hann var einnig með 3 fráköst, 2 stoðsendingar og 1 stolinn bolta.
Þá mættust Aabyhoj og BK Amager á heimavelli þess fyrrnefnda og höfðu gömlu liðsfélagar Magnúsar Þórs Gunnarssonar öruggan sigur, 96-51.




