spot_img
HomeFréttirAxel Kárason: Kerfið var einfaldara en Flex

Axel Kárason: Kerfið var einfaldara en Flex

10:30

{mosimage}

Axel Kárason gaf út á bloggi sínu á dögunum að hann ætlaði að hann hefði leikið sinn síðasta körfuboltaleik á Íslandi. Karfan.is hafði upp á kappanum sem er á fullu við að klára lokaverkefni sitt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.

Hvað ertu að fara að gera til Ungverjalands?
Ég er að fara að sitja þar á skólabekk næstu 4 og 1/2 árin í Szent István dýralæknaskólanum í Budapest.

Á að spila bolta þar?
Líklega eitthvað, en hvort það verði einhver alvara eða bara eitthvað dútl tvisvar í viku á eftir að koma í ljós.

Hefur Agosto Nagy ekki einhver sambönd?
Það hlýtur að vera, hann ætti að geta a.m.k. gefið manni meðmæli. Ég man nefnilega eftir því að þegar hann var að þjálfa fyrir norðan þá lét hann hafa það eftir sér að honum þætti íslenskur körfubolti óagaður. Svo gerðist það að Gústi dæmir leik hjá mínum flokki (8. fl.) í heimatörneringu. Pabbi var þá að þjálfa okkur og við notuðum aðeins eitt kerfi, sem var einfaldara en flex og þá er nú mikið sagt. En þetta kerfi spiluðum við allann leikinn í hverri einustu sókn og helst eins lengi og skotklukka leyfði (man ekkert hvað hún var löng á þessum tíma). Leikurinn vannst og eftir leikinn kom Gústi til okkar sagði að þetta hefði verið besti körfubolti sem hann hefði séð síðan hann kom til Íslands.

Hvað með að námi loknu? Kemur þú heim og gerir Tindastól að stórveldi?
Já réttast væri að taka við keflinu af gamla manninum og setja stefnuna á evrópumeistaratitil árið 2020. En að öllu gamni slepptu þá hef ég vissulega hugmyndir um hvernig ætti að fara að því að byggja upp stórveldi, en hvort þeim verður einhverntímann hrint í framkvæmd er allt annar handleggur.

[email protected]

Mynd: Axel Kárason

Fréttir
- Auglýsing -