spot_img
HomeFréttirAxel Kára heim til Skagafjarðar

Axel Kára heim til Skagafjarðar

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Axel Kárason mun leika með  Tindastól næstu tvö tímabil en þetta tilkynnti Stefán Jónsson formaður fyrr í dag þrátt fyrir hræðilegt símasamband á Grænlandshafi við heimasíðu Feykir.is  „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10,“ segir Axel en hann hefur leikið í Danmörku meðfram dýralæknanámi.

„Ég ætla að láta vaða á eitt landsliðsverkefni í viðbót, og vonandi verð ég í lokahópnum sem fer til Finnlands,“ segir Axel en hann hefur verið fastamaður í landsliðinu um árabil.

Þremur dögum eftir að EM lýkur er hann svo búinn að bóka sig í heilbrigðiseftirlitið á sláturhúsi KS út sláturtíðina en hvað framhaldið varðar eftir það, varðandi dýralækningarnar,  er óráðið, segir hann. „En ég næ vonandi að leggja einhver drög að plani, þegar ég verð heima í byrjun júlí, þá milli skólaloka og byrjun landsliðsverkefnis.“

Fréttir
- Auglýsing -